sudurnes.net
Mengun frá eldgosinu yfir Vogum - Local Sudurnes
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist yfir Voga á Vatnsleysuströnd í dag. Þetta kemur fram í daglegum upplýsingapósti lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Þá segir einnig að í hægum vindi, undir 5 metrum á sekúndu geti gas safnast fyrir í dölum á svæðinu við eldgosið. Í frétt á vef RÚV kemur fram að gasmælir Umhverfisstofnunar í Vogum sé bilaður og eru íbúar hvattir til að fylgjast með mælum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022Hirða notuð jólatréEldur kom upp í íbúð við FramnesvegUm 100 ábendingar vegna lyktarmengunar – Tveir leitað læknisBílar teknir að fjúka og vegir lokaðirGrindvíkingar óheppnir gegn HaukumÁnægja með snjómokstur – Íbúar Reykjanesbæjar komust leiðar sinnar í morgunLeita barna sem fæddust í kjölfar ÁstarmánaðarLíkur á gasmengun í ReykjanesbæFrá ritstjóra: Fasteignafélög moka inn seðlum eftir snilldardíla við Kadeco