Nýjast á Local Suðurnes

Festa fjárfestir í sólarkísilveri Silicor Materials

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Festa lífeyrissjóður er á meðal fjárfesta í sólarkísilveri sem Silicor Materials stefnir á að reisa á Grundartanga. Lífeyrissjóðurinn fjárfestir í gegnum fyrirtækið Sunnuvellir, sem er í eigu Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Birtu lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Festu og Sjóvá.

Silicor Materials hefur ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna og féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Ekki liggur fyrir hversu mikil fjárfesting Festu í verkefninu er, en á Vísi.is kemur fram að heildarfjárfesting lífeyrissjóðanna fjögurra sé rétt rúmlega milljarður króna.

Lífeyrissjóðurinn er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ og er einn stærsti fjárfestirinn í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík.