Nýjast á Local Suðurnes

Sláttur hafinn á opnum svæðum – Íbúar fjarlægi fellihýsi

Garðyrkjufyrirtækið Garðlist mun sja um sláttur á opnum svæðum í Reykjanesbæ, líkt og undanfarin ár, en fyrirtækið varð hlutskarpast í útboði.

Hægt er að nálgast upplýsingar um svæðaskiptingu á map.is/reykjanesbaer undir dálknum Grassláttur, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Þá eru íbúar sem eiga t.d. tjaldvagna, stæður af timbri eða annað á opnum svæðum að fjarlægja það sem fyrst svo sláttur geti átt sér stað.

Ef íbúar vilja koma á framfæri athugasemdum um slátt skal senda tölvupóst á slattur@reykjanesbaer.is