Nýjast á Local Suðurnes

IceMar selur fisksölufyrirtæki á Spáni

Iceland seafood International, sem meðal annars er í eigu Bjarna Ármannssonar, hefur gengið frá kaupum á spænska félaginu Elba S.L. Seljendur eru GPG seafood ehf., á Húsavík og Suðurnesjafyrirtækið IceMar ehf., sem er rekið af hjónunum Gunnari Örlygssyni og Guðrúnu Hildi Jóhannsdóttur.

Fyrst var greint frá kaupunum í nóvember, en nú hefur öllum fyrirvörum verið rutt úr vegi. Kaupverðið nemur 4,4 milljónum evra, um 610 milljónum króna. Helmingur kaupverðsins er greiddur með reiðufé en afgangurinn með hlutabréfum í Iceland Seafood samkvæmt tilkynningu frá Iceland seafood International.

Mynd: vefur Iceland seafood International