Loka fyrir umferð að gossvæðinu
Í ljósi versnandi veðurs hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lokað fyrir umferð að gossvæðinu.
Í tilkynningu segir að vindur sé að allt að 30 m/s og rigning er á svæðinu. Ljóst er að ekki er ferðaveður á svæðinu.
Þá segir að reynst gæti erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu.