Nýjast á Local Suðurnes

Spá slæmu veðri við gosstöðvarnar

Í dag og næstu daga er spáð hvassviðri á gosstöðvunum ,vindur á Fagradalsfjalli hefur í dag (miðvikudag) farið í 20 m/s og vindhviður í 30 m/s. Þó það sé heldur minni vindur á gönguleiðinni sjálfri er viðbúið að vindhraði á útsýnisstaðnum sé svipaður því sem mælist á Fagradalsfjalli og jafnvel erfitt fyrir fólk að fóta sig í mestu hviðunum.

Á föstudag hvessir enn frekar og fer að rigna líka, ferðaveður fyrir gangandi og hjólandi verður því afar slæmt. Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofu, vefur.is.