Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík og Grindavík úr leik í Lengjubikarnum

Grindvíkingar og Njarðvíkingar eru úr leik í Lengjubikar karla eftir að hafa tapað leikjum sínum í kvöld. Þar með eru öll Suðurnesjaliðin úr leik í karlaflokki. Keflavík og Grindavík eru hinsvegar enn með í keppninni í kvennaflokki og leika í undanúrslitum á fimmtudaginn, Keflavík gegn Val og Grindavík gegn Haukum.

Njarðvíkingar léku gegn liði FSu frá Selfossi í kvöld og töpuðu stórt, 113-78. Maciej Stanislav var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig. Grindvíkingar léku gegn Stjörnunni og töpuðu með 6 stiga mun, 74-80, Jóhann Árni var stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig.