Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar sigruðu HK-inga verðskuldað

Grindvíkingar lyftu sér upp í 6. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu með verðskulduðum 2-0 sigri á HK í Grindavík í kvöld.

Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik tóku Grindvíkingar stjórnina á leiknum í sínar hendur og skoraði Jósef Kristinn Jósefsson fyrra markið um miðjan síðari hálfleik eftir aukaspyrnu. Síðara markið kom svo í uppbótartíma og var þar að verki Tomislav Misura.

Ljósmynd: Grindavik.is