Nýjast á Local Suðurnes

13 styrkir veittir úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar

Styrkþegar ásamt fulltúum Fríhafnarinnar

Umhverfissjóður Fríhafnarinnar veitti í dag 13 styrki við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, heildarfjárhæð styrkjanna var tvær milljónir þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur. Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri og Helga Jónsdóttir stjórnarformaður Fríhafnarinnar afhentu styrkina.

Þetta er í þriðja skipti sem styrkir eru veittir úr Umhverfissjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður í maí árið 2012 með það að markmiði að styrkja verkefni á sviði umhverfisverndar, með áherslu á nærumhverfi Fríhafnarinnar.

Meðal þeirrra sem hlutu styrki úr sjóðnum að þessu sinni voru Blái herinn, Leikskólinn Akur, Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur og Knattspyrnudeild UMFN.