Nýjast á Local Suðurnes

HS Orka hefur látið útbúa kynningarmyndband vegna geislunar

HS Orka hefur látið útbúa kynningarmyndband um jarðhitavinnslu á Reykjanesi og myndun jarðhitaútfellinga sem innihalda efni sem gefa frá sér aukna náttúrulega alfa og beta geislun. Uppsöfnun þessara útfellinga veldur því að í fyrsta sinn á Íslandi hefur mælst uppsöfnun á náttúrulegum geislavirkum efnum þegar fjölmörg efni, þar á meðal ákveðin geislavirk efni úr náttúrunni, falla út við borholutoppana.

Jarðhitavinnsla á Reykjanesi er að einhverju leiti frábrugðin hefðbundinni jarðhitavinnslu á Íslandi sem skýrist af samspili hárrar seltu jarðhitavökvans og hás hitastigs.

HS Orka hefur látið mæla styrk á uppleystu radoni (Rn) í neysluvatni á Suðurnesjum.

Mælingar voru framkvæmdar 22. september síðastliðinn. Mælingar benda til þess að neysluvatn úr vatnsbóli Suðurnesjamanna í Lágum og úr vatnsbóli austan undir Sýrfelli innihaldi ekki efni með náttúrulega geislun umfram það sem eðlilegt getur talist. Nánar má lesa um þessar mælingar í minnisblaði frá ÍSOR