Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn héldu landsliðssætum fyrir leiki gegn Finnum og Tyrkjum

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Finnum þann 6. október og Tyrkjum þann 9. október á Laugardalsvelli. Leikirnir eru í undankeppni fyrir HM 2018 sem fram fer í Rússlandi.

Suðurnesjamennirnir Ingvar Jónsson, Arnór Ingvi Traustason og Alfreð Finnbogason héldu allir sætum sínum í liðinu, enda staðið sig afar vel.

Landsliðsmennirnir eru nú staddir hér á landi og æfa af kappi fyrir leikina, en óhætt er að segja að staðan í riðli Íslands eftir fyrstu leiki geti ekki verið jafnari þar sem allir leikirnir enduðu 1-1 og öll lið eru því með 1 stig og jafnt markahlutfall.