Nýjast á Local Suðurnes

Arnar Helgi keppir í hjólastólakappakstri á HM í frjálsum

Arnar Helgi Lárusson sem keppir fyrir hönd UMFN, mun keppa  í hjólastólakappakstri á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Katar 21.-31. október næstkomandi.

Arnar Helgi er bjartsýnn á góðan árangur í Katar: “Já, ég hef verið að æfa mjög mikið síðustu vikurnar eða um þrjá tíma á dag alla daga vikunnar. Ég geri þá kröfu til mín að ég bæti verulega núverandi Íslandsmet mitt í 100m spretti.” Sagði Arnar þegar Local Suðurnes náði sambandi við hann á milli æfinga.

Um 1400 íþróttamenn frá 100 löndum taka þátt í þessu stærsta frjálsíþróttamóti fyrir Ólympíumót fatlaðra, Paralympics í Ríó 2016.

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, mun sýna í beinni útsendingu á netinu frá öllu heimsmeistaramótinu í Katar á vefnum doha2015.org