Nýjast á Local Suðurnes

Brennisteinsfnykur yfir Ásbrú

Loft­gæðamæl­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar sýna að brenni­steins­meng­un mæl­ist yfir Ásbrú og hef­ur verið á bil­inu 48-69 míkró­grömm á rúm­metra frá klukk­an 6 í morg­un.

Klukk­an 13 í dag mæld­ist brenni­steins­meng­un 57,4 míkró­grömm á rúm­metra.

Loft­gæði eru þó „góð“ sam­kvæmt mati Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Til sam­an­b­urðar þá mæld­ist brenni­steins­meng­un í Kefla­vík í Reykja­nes­bæ 0,1 míkró­grömm á rúm­metra sem þýðir að loft­meng­un er „mjög góð“ í Kefla­vík að sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar.