Nýjast á Local Suðurnes

Unnu skemmdir á byggingakrönum

Tveir byggingakranar sem staðsettir eru á Ásbrú fengu að finna fyrir skemmdarvörgum, en brotin voru ljós á krönunum og fjarlægð öryggi úr rafmagnstöflum.

Auk þessa rannsakar lögregla enn innbrot og þjófnað úr Vallarhúsi við knattspyrnuvöll Njarðvíkur. Öryggismyndavélar þar sýndu þrjá aðila ganga á allar dyr og glugga sem endaði með því að þeir brutu sér leið inn með því að sparka upp hurðina út á völl. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu,vallarhátalara, soundbar, myndvarp, PS4 og fleira.