Nýjast á Local Suðurnes

Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti


Helstu breyt­ing­arn­ar, eftir að hertar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti eru að fjölda­tak­mark­an­ir fara úr tutt­ugu í tíu manns, heim­ild til auk­ins fjölda fólks á viðburðum með hraðpróf­um fell­ur brott, há­marks­fjöldi í versl­un­um verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spila­köss­um verður lokað.

Gild­andi tak­mark­an­ir á skóla­starfi verða óbreytt­ar. 

Regl­urn­ar sem nú eru í gildi:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra ná­lægðarmörk og óbreytt­ar regl­ur um grímu­skyldu.
  • Áfram 20 manns að há­marki í rými á veit­inga­stöðum og óbreytt­ur opn­un­ar­tími.
  • Sviðslist­ir heim­il­ar með allt að 50 áhorf­end­um í hólfi.
  • Heim­ild til auk­ins fjölda með hraðpróf­um fell­ur brott.
  • Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði áfram með 50% af­köst.
  • Íþrótta­keppn­ir áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um en án áhorf­enda.
  • Há­marks­fjöldi í versl­un­um fer úr 500 í 200 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spila­söl­um og spila­köss­um verður lokað.