Kranabjórinn á 200 kall
Öldurhúsið Paddy’s við Hafnargötu í Reykjanesbæ mun bjóða viðskiptavinum bjór á krana á 200 krónur í kvöld, föstudagskvöldið 14. janúar. Gera má ráð fyrir að nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti séu þess valdandi að öldurhúsið bjóði upp á þetta tilboð.
Tilboðið er auglýst á fésbókarsíðu staðarins en þar segir orðrétt: Gerum gott úr þessu. Tæmum bjórkútana saman. Allur bjór á dælu á 200kr.