Nýjast á Local Suðurnes

Orkan til kísilvers Thorsil kemur frá Landsvirkjun

Landsvirkjun og Thorsil hafa komist að samkomulagi um drög að rafmagnssamningi milli félaganna um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík.

Forstjóri Thorsil hafði áður greint frá því að samningar um orku væru í höfn en vildi ekki upplýsa hvaðan orkan kæmi. Thorsil fær allt að 99 MW en 67 MW koma frá Landsvirkjun en áður hafði náðst samkomulag á milli Thorsil og HS Orku upp á 32 MW.

Ráðgert er að kísilver Thorsil verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2018. Samkvæmt samningsdrögunum mun Landsvirkjun afhenda Thorsil allt að 67 MW gangi áætlanir eftir. Orkan verður afhent í áföngum úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar ásamt stækkun sem fyrirhuguð er við Búrfellsvirkjun.  Þá er gert ráð fyrir að síðasti áfangi orkuafhendingar Landsvirkjunar verði við gangsetningu Hvammsvirkjunar um mitt ár 2020.