Nýjast á Local Suðurnes

Davíð Snær jafnaði landsleikjamet Eiðs Smára

Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, jafnaði leikjamet hjá U-17 ára liði Íslands þegar hann spilaði gegn Tadsikistan á móti í Hvíta Rússlandi í vikunni.

Davíð er á því jafnmarga leiki að baki með U-17 ára liðinu og Eiður Smári Guðjohnsen og Valur Fannar Gíslason sem léku með U-17 ára liðinu á árunum 1992-1994.

Davíð Snær gæti mögulega slegið met þeirra Eiðs Smára og Vals Fannars þar sem næsta verkefni hjá U-17 er í mars þegar liðið leikur í milliriðli í Þýskalandi gegn heimamönnum Þýskalands, Slóveníu og Hvíta Rússlandi um sæti í lokakeppni EM sem fer fram á Írlandi í maí.