Nýjast á Local Suðurnes

Ísland í 6. sæti á EM U-18 í körfuknattleik

Íslenska landsliðið í körfuknattleik, sem skipað er leikmönnum 18 ára og yngri lenti í sjötta sæti í Evrópukeppninni sem haldin var í Austurríki. Fjöldi Suðurnesjamanna kemur að liðinu en fyrir utan fjóra leikmenn frá Grindavík og Njarðvík er þjálfari liðsins Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson þar við bætist að nuddari, fararstjóri og dómari koma einnig af Suðurnesjum.

einar arni karfa

Einar Árni ásamt Phil Philo, NBA scout til margra ára á myndinni eru einnig Páll Kristinsson og Erlingur Hannesson

Árangurinn verður að teljast mjög góður en liðið missti nokkra menn í meiðsli á mótinu, þar á meðal fyrirliðann Kára Jónsson. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson sem leikið hefur á Ítalíu undanfarin tvö ár var valinn í úrvalslið mótsins.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari liðsins var sáttur í mótslok:

“Við getum ekki verið annað en sáttir. Missum Kára fyrirliða út meiddan í síðasta leik í riðlakeppni en strákarnir stigu upp og gerðu heilt yfir mjög vel.”

“Þetta var mjög skemmtileg ferð og mót og góður hópur að vinna með,” sagði Einar Árni í spjalli við Local Suðurnes.