Nýjast á Local Suðurnes

Tryggði Arnór Ingvi sér farseðilinn á EM? – Sjáðu markið gegn Grikkjum!

Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt marka Íslands gegn Grikkjum í vináttulandsleik liðanna í gær, markið kom á 34. mínútu þegar Ísland var tveimur mörkum undir. Skot Arnórs var hnitmiðað og óverjandi fyrir markvörð Grikkja. Þetta er þriðja landsliðsmark Arnórs Ingva í sex A-landsliðsleikjum.

Hér má sjá márk Arnórs Ingva á vef Rúv.

Arnóri Ingva var skipt út af í leikhléi en var þrátt fyrir það næstbesti leikmaður liðsins í þessum leik samkvæmt einkunnargjöf fótbolti.net, í umsögn um frammistöðu Arnórs segja sérfræðingar fótbolta.net kappann hafa tryggt sæti sitt í liðinu fyrir EM, sem fram fer í sumar. Aðeins Gylfi Sigurðsson var betri gegn Grikkjum en hann lék síðari hálfleikinn og lagði upp tvö mörk og var valinn maður leiksins.