Nýjast á Local Suðurnes

Ekið á tvo bíla og stungið af – Annar bíllinn óökufær eftir ákeyrsluna

Ekið var á tvær bifreiðar á Ásbrú í dag á milli klukkan 17:30 og 17:50 og yfirgaf tjónvaldurinn vettvang án þess að tilkynna eigendum eða lögreglu um atvikið. Áreksturinn hefur verið ansi harður því önnur bifreiðin færðist nokkra metra áfram við höggið.

Frá þessu greinir Anna Jórunn Sigurgeirsdótti í fæslu á Facebook þar sem hún auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Bifreiðarnar eru illa farnar eftir áreksturinn eins og sjá má á myndunum sem fylgja færslu Önnu Jórunnar.