Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara sigurstrangleg á Heimsleikunum – Gæti unnið skammbyssu

Ragnheiður Sara á verðlaunapalli - Mynd: Berglind Sigmundsdóttir

Heimsleikarnir í crossfit fara fram í StubHub Center í Carson í Kaliforníu dagana 19.-24 júlí næstkomandi. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður á meðal keppenda og er talin sigurstrangleg. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, en sigurvegarar í karla- og kvennaflokki fá 275.000 dollara í sinn hlut, eða sem nemur tæplega 34 milljónum króna. Þá fá sigurvegararnir einnig skammbyssu frá Glock að launum, en byssuframleiðandinn er einn styrktaraðila keppninnar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu keppninnar, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með Heimsleikunum í beinni útsendingu þá er hægt að gera svo á heimasíðu keppninnar, á Youtube og á íþróttastöðinni ESPN.