Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara hefur leik á Heimsleikunum í dag – Hægt að fylgjast með í beinni!

Ragnheiður Sara Sigmudsdóttir, Evrópumeistari kvenna í crossfit hefur leik á Heimsleikunum í greininni sem fram fara í Carson í Kaliforníu kl. 17 í dag. Ragnheiður Sara hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir ótrúlega góðan áragngur í íþróttinni, hún hefur nánast hlaupið á milli verðlaunapalla á hverju mótinu á fætur öðru en hún hefur aðeins æft íþróttina í rúm þrjú ár.

ragnheidur sara3

Sara er flottur íþróttamaður sem hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma

Við höfum fylgst með Söru eins og hún er jafnan kölluð í gegnum undirbúninginn fyrir leikana, eins og sjá má hér og hér, en hún hefur æft stíft undanfarna mánuði, meðal annars tók hún þátt í æfingabúðum í Manchester á Englandi ásamt fjórum öðrum íslendingum þar sem æft var stíft undir handleiðslu þekktra þjálfara úr crossfitheiminum. Þaðan lá leiðin til spánar þar sem hópurinn æfði í um viku tíma.

Lokaundirbúninurinn fyrir leikana fór svo fram í Kaliforníu en þar hefur hópurinn æft síðan í byrjun júlí, þar sem meðal annars var lögð áhersla á að venjast hitanum og tímamismuninum.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram með Söru og greina frá gengi hennar um leið og fréttir berast en fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með leikunum í beinni útsendingu á heimasíðu leikanna hér.

Hér eru keppnnistímarnir:

22. júlí  17:00 – 22:00

24. júlí  17:00 – 05:30

25. júlí 17:00 – 05:30

26. júlí 17:00 – 03:00