Nýjast á Local Suðurnes

Wizz bætir við ferðum frá Keflavík

Wizz Air hefur ákveðið að bjóða upp á daglegt flug til Keflavíkur frá London frá og með sumrinu.

Þegar þetta ungverska lággjaldaflugfélag hóf Íslandsflug frá Luton við London í fyrra þá var gert ráð fyrir daglega brottföru yfir vetrarmánuðina. Fallið var frá þeim áformum þar sem eftirspurn reyndist ekki nægjanleg. Með brotthvarfi WOW air þá sjá stjórnendur Wizz Air hins vegar tækifæri í að fjölga ferðunum.

Þá mun Wizz einnig fljúga til fleiri borga í Póllandi í sumar og verða þá áfangastaðir félagsins frá Keflavík 10 talsins.