Nýjast á Local Suðurnes

Fjórði sigur Reynis í röð

Reynismenn unnu sinn fjórða leik í röð í þriðju deildinni í knattspyrnu, þegar liðið sótti KFR heim á Hvolfsvöll á föstudagskvöldið. Eftir sigurinn eru Reynismenn í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki.

Leiknum lauk með 0-1 sigri Reynis og var það Tomislav Misura sem skoraði markið á 77. mínútu leiksins.