Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík skerpir á framlínunni

Bandaríski framherjinn Chucwudi Chijindu, einnig þekktur sem Chuck, er genginn í raðir Keflavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta. Chuck lék áður með Þór Akureyri árið 2013 og vakti mikla athygli en hann skoraði 10 mörk það tímabil fyrir Akureyraliðið.

Það er ljóst að Chuck er mikill fengur fyrir lið Keflavíkur sem situr á botni Pepsí- deildarinnar með aðeins 4 stig en Chuck verður löglegur með Keflavík þann 15. júlí þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður og verður fyrsti leikur hans væntanlega gegn Víkingi 19. júlí að því er kemur fram á vef víkurfrétta.