Uppsagnir hjá Bláa lóninu – 100 starfsmenn eftir

Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum til viðbótar við þá sem sagt hefur verið upp frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Lokað verður í nóvember og aðeins opið um helgar í desember.
Þetta kemur fram á mbl.is, en þar kemur einnig fram að enn séu um 100 manns að störfum hjá fyrirtækinu, en þeir voru á sjötta hundrað þegar best lét.