Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkursigur í grannaslag

Mynd: Kkd. Njarðvíkur

Keflavík vann Njarðvík á heimavelli þeirra síðarnefndu í háspennuleik í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Keflavíkingar skoruðu 85 stig gegn 81 heimamanna.

Njarðvíkingar voru betri framan af leik og virtust vel stemmdir og leiddu með 9 stigum að loknum fyrsta leikhluta, 22-13. Keflvíkingar bitu þó frá sér í þeim næsta og aðeins munaði einu stigi í hálfleik, 43-42 Njarðvíkingum í vil.

Liðin skiptust svo á að grípa forystuna þegar færi gáfust í síðari hálfleik og lokamínúturnar voru æsispennandi, en Keflvíkingar voru einfaldlega sterkari á endasprettinum og lönduðu mikilvægum sigri.

Reggie Dupree var stigahæstur Keflvíkinga með 23 stig, en hann sýndi á köflum frábæra takta. Terrel Vinson var stigahæstur Njarðvíkinga með 24 stig.