Öll Suðurnesjaliðin með fulltrúa í bikarúrslitum yngri flokka

Bikarúrslitaleikir yngri flokka í körfuknattleik fara fram samhliða úrslitum meistaraflokkanna, en yngri flokkarnir spila á föstudeginum 12. mars og sunnudeginum 14. mars.
Suðurnesjaliðin Grindavík, Keflavík og Njarðvík eiga öll fulltrúa í úrslitum bikarkeppninnar og má sjá dagskrána hér fyrir neðan. Leikur Keflavíkur og KR í stúlknaflokki verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á sunnudag klukkan 12:20.
Föstudagur 12. janúar
18.00 10. flokkur drengja Fjölnir-Stjarnan
20.15 10. flokkur stúlkna Keflavík-Grindavík
Sunnudagur 14. janúar
10.00 9. flokkur stúlkna Grindavík-Njarðvík
12.20 Stúlknaflokkur Keflavík-KR í beinni á RÚV
14.35 Unglingaflokkur karla ÍR-Breiðablik í beinni á RÚV
16.50 Drengjaflokkur Stjarnan-Þór Ak.
19.00 9. flokkur drengja Hrunamenn/Þór Þ.-Keflavík