Nýjast á Local Suðurnes

Sannfærandi hjá Keflavík gegn Haukum

Keflvíkingar fengu Hauka í heimsókn á Nettóvöllinn  í sjöttu umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar unnu sannfærandi 3-0 sigur.

Staðan í leikhléi var 1-0 Keflvíkingum í vil, eftir að Frans Elvars­son skoraði með flottu skoti af um 20 metra færi. Keflvíkingar tóku svö öll völd á vellinum í síðari hálfleik og tvö­faldaði Ísak Óli Ólafs­son for­skotið á sjöttu mín­útu hálfleiks­ins. Mar­ko Ni­kolic skoraði svo þriðja markið af stuttu færi á 79. mínútu.

Keflvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar eftir sex leiki með 9 stig.