Stefnt á strætóferðir að Bláa lóninu
Stefnt er að því að fara með gesti Bláa lónsins í strætóferðum frá Grindavík og inn í Bláa lónið og nýtast við vegi sem verktakar sem starfa á svæðinu nota. Þó er ljóst að lónið verður lokað út næstu viku hið minnsta.
Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið, en þar kemur fram að gestir myndu annað hvort vera fluttir frá Reykjavík eða að þeir myndu sjálfir koma sér til Grindavíkur í gegnum Suðurstrandarveg eða Nesveg.
Viðbragðsaðilar hafa fundað með forsvarsmönnum Bláa lónsins svo til daglega til að finna lausn á því hvernig opna megi Bláa lónið að nýju. Sem stendur er hugmyndin að fara eftir svokölluðum Norðurljósavegi sem liggur vestan við Þorbjörn.