Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt á strætóferðir að Bláa lóninu

Stefnt er að því að fara með gesti Bláa lóns­ins í strætó­ferðum frá Grinda­vík og inn í Bláa lónið og nýtast við vegi sem verktakar sem starfa á svæðinu nota. Þó er ljóst að lónið verður lokað út næstu viku hið minnsta.

Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið, en þar kemur fram að gest­ir myndu annað hvort vera flutt­ir frá Reykja­vík eða að þeir myndu sjálf­ir koma sér til Grinda­vík­ur í gegn­um Suður­strand­ar­veg eða Nes­veg. 

Viðbragðsaðilar hafa fundað með for­svars­mönn­um Bláa lóns­ins svo til dag­lega til að finna lausn á því hvernig opna megi Bláa lónið að nýju. Sem stend­ur er hug­mynd­in að fara eft­ir svo­kölluðum Norður­ljósa­vegi sem ligg­ur vest­an við Þor­björn.