Nýjast á Local Suðurnes

Erling KE 140 talinn ónýtur eftir eldsvoða

Netabáturinn Erling KE 140 er talinn ónýtur eftir að eldur kom upp í bátnum þar sem hann lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn um áramótin.

Frá þessu er greint á vef aflafrétta, en þar segir að eldur hafi komið upp í matsal og að tjónið hafi uppgötvast þegar starfsmenn mættu til vinnu þann 2. janúar síðastliðinn. Í frétt aflafrétta kemur einnig fram að unnið sé að því að taka verðmæti úr bátnum áður en hann verður seldur í brotajárn erlendis.

Mynd: Skipaskrá.is