Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar meiddur í baki – Reiknar með að verða orðinn góður fyrir maraþonið

Tón­list­armaður­inn Valdi­mar Guðmunds­son meiddist á baki í vikunni og gat því ekki stjórnað opinni æf­ingu ásamt Birnu Markús einkaþjálf­ara, þar sem ganga átti frá Hljóm­skálag­arðinum niður í Naut­hóls­vík. Söngvarinn góðkunni undirbýr sig þessa dagana fyrir Reykja­vík­ur­m­araþonið sem fram fer á laug­ar­dag­inn, en þar ætl­ar hann, þrátt fyrir bakmeiðslin að hlaupa 10 kíló­metra.

Söngvarinn til­kynnti um meiðslin í mynd­bandi á Face­book-síðunni Mín áskor­un, sem hann held­ur úti og sjá má hér að neðan.

Hann reikn­ar þó með því að vera orðinn góður á laug­ar­dag­inn, þó meiðslin setji vissu­lega strik í reikn­ing­inn í und­ir­bún­ingn­um. „Ég hefði verið til í að vera að æfa núna, en það verður bara að hafa það, maður verður að spara sig.“