sudurnes.net
Valdimar meiddur í baki - Reiknar með að verða orðinn góður fyrir maraþonið - Local Sudurnes
Tón­list­armaður­inn Valdi­mar Guðmunds­son meiddist á baki í vikunni og gat því ekki stjórnað opinni æf­ingu ásamt Birnu Markús einkaþjálf­ara, þar sem ganga átti frá Hljóm­skálag­arðinum niður í Naut­hóls­vík. Söngvarinn góðkunni undirbýr sig þessa dagana fyrir Reykja­vík­ur­m­araþonið sem fram fer á laug­ar­dag­inn, en þar ætl­ar hann, þrátt fyrir bakmeiðslin að hlaupa 10 kíló­metra. Söngvarinn til­kynnti um meiðslin í mynd­bandi á Face­book-síðunni Mín áskor­un, sem hann held­ur úti og sjá má hér að neðan. Hann reikn­ar þó með því að vera orðinn góður á laug­ar­dag­inn, þó meiðslin setji vissu­lega strik í reikn­ing­inn í und­ir­bún­ingn­um. „Ég hefði verið til í að vera að æfa núna, en það verður bara að hafa það, maður verður að spara sig.“ Meira frá SuðurnesjumGamalt og gott: Sibbi tekur Let´s Twist again – Myndband!Valdimar kláraði maraþonið með stæl – Stefnan sett á EsjunaBræða snjó og klaka af körfuboltavöllumÚtbýr ókeypis fjarnámskeið – Taktu þátt í að velja námsefnið!Nemendur Akurskóla framleiddu skemmtileg myndbönd um vespunotkun – Lærðu reglurnar!Hárið fékk að fjúka fyrir UNICEF – Myndband!Framleiddu skemmtileg fræðslumyndbönd um akstur á vespumUm 40.000 manns hafa horft á Gæa og félaga borða úldna síld – Myndband!Sjáðu Ísland-England með augum Jóhanns D Bianco – Myndband!Suðurnesjabloggari gagnrýnir skyndibitasala – Kílóið af papríku á 25.000 kall