Nýjast á Local Suðurnes

Framleiddu skemmtileg fræðslumyndbönd um akstur á vespum

Slysavarnardeildin Dagbjörg í Njarðvík og nemendur og kennar í 7. bekk Akurskóla í Innri-Njarðvík tóku höndum saman á dögunum og settu saman skemmtileg myndbönd í þeim tilgangi að fræða börn og fullorðna um atriði sem vert er að kunna skil á þegar ekið er um á vespum.

Myndbandið hér fyrir neðan er afrakstur þessarar vinnu, en fleiri myndbönd er að finna á Fésbókarsíðu Dagbjargar.