Nýjast á Local Suðurnes

Úrslitakeppni yngri flokka á Íslandsmótinu í körfu fer fram í Keflavík um helgina

Um næstu helgi verður mikil körfuboltaveisla í TM höllinni í Keflavík þegar síðari úrslitahelgi yngri flokka á Íslandsmótinu fer fram í umsjón Unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

Þessa helgi verða síðustu Íslandsmeistarar yfirstandandi tímabils krýndir en leikið er til undanúrslita og úrslita í unglingaflokki karla og kvenna og 10. flokki drengja og stúlkna.

Undanúrslit verða leikin á föstudagskvöld og laugardag en úrslitaleikrinir fara fram á mánudag (2. í Hvítasunnu). Allir leikirnir verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is og úrslitaleikirnir á mánudeginum verða einnig sýndir í beinni netútsendingu á YouTube rás KKÍ.

Dagskráín verður eftirfarandi:

Föstudagur 13. maí
Kl. 18.00 unglingaflokkur kvenna undanúrslit: Keflavík-Breiðablik
Kl. 20.00 unglingaflokkur kvenna undanúrslit: Haukar-Snæfell

Laugardagur 14. maí
Kl. 10.00 10. flokkur stúlkna: KR-Haukar
Kl. 11.45 10. flokkur stúlkna: Grindavík-Keflavík
Kl. 13.30 10. flokkur drengja undanúrslit: KR-Þór Ak.
Kl. 15.15 10. flokkur drengja undanúrslit: Haukar-Fjölnir
Kl. 17.00 unglingaflokkur karla: Grindavík-KR
Kl. 19.00 unglingaflokkur karla: Tindastóll-FSu

Mánudagur 16. maí
Kl. 10.00 10. flokkur drengja úrslitaleikur
Kl. 12.00 10. flokkur stúlkna úrslitaleikur
Kl. 14.00 unglingaflokkur kvenna úrslitaleikur
Kl. 16.15 unglingaflokkur karla úrslitaleikur