Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Friðrik sækist eftir fyrsta sæti hjá Framsókn

Jóhann Friðrik Friðriksson mun sækjast eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Jóhann Friðrik, sem bauð fram í fjórða sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust, staðfesti þetta í spjalli við Suðurnes.net.

Ekki náðist í Kristinn Þór Jakobsson, sem leitt hefur lista flokksins í Reykjanesbæ undanfarin kjörtímabil, við vinnslu fréttarinnar en heimildir Suðurnes.net herma að hann muni ekki gefa kost á sér í 1. sæti listans að þessu sinni.

Á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjanesbæjar undir lok síðasta árs var ákveðið að viðhafa uppstillingu við val á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar og hefur uppstillingarnefnd flokksins hafið störf.