Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már leikmaður ársins í SSC deildinni – Tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Elvar Már Friðriksson hlaut nafnbótina leikmaður ársins í bandsrísku SSC-deildinni í háskólakörfuboltanum. Elvar Már hefur átt frábært tímabil með liði sínu Barry, en auk þess að hafa hlotið nafnbótina leikmaður ársins var Elvar Már valinn í lið ársins. Frá þessu er greint á vefnum Karfan.is

Lið Barry tryggði sér svo sæti í undanúrslitum keppninnar í nótt, þegar liðið lagði Florida Tech að velli í sannkölluðum spennutrylli, en liðið sigraði með þriggja stiga mun, 87-84 – Þáttur Elvars Más í sigrinum var stór, en þegar rétt um fjórar mínútur lifðu leiks var lið Barry undir, Elvar skoraði þá átta stig í 14-0 kafla og kom liðinu yfir, þar af var Elvar Már með tvær þriggja stiga körfur á 24 sekúndum.

Elvar Már skoraði 20 stig í leiknum, átti 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst.