Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már verðmætasti leikmaður Barry háskóla

Elvar Már hlaut fjölda viðurkenninga á tímabilinu - Mynd: Barry háskóli

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti frábært tímabil í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik og hlaut fjölda viðurkenninga á tímabilinu. Elvar Már var í byrjunarliðinu í öllum 30 leikjum Barry og gaf að meðaltali 7,7 stoðsendingar í leik, sem tryggði honum fimmta sætið á landsvísu í þeim flokki. Elvar Már endaði í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn SSC deildarinnar, með 17,4 stig að meðaltali í leik, var með tæplega 90% nýtingu af vítalínunni og um 35% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Elvar Már var í gær valinn verðmætasti leikmaður körfuknattleiksliðs Barry á tímabilinu (MVP) á lokahófi íþróttadeildar Barry háskóla. Þá fékk kappinn svokallað “Strong Man Award” sem er viðurkenning sem veitt er af stjórnendum og þjálfurum liðsins, en viðurkenninguna fékk hann fyrir flestar stoðsendingar.

Njarðvíkingurinn ungi var þrisvar sinnum valinn í lið vikunnar í SSC-deildinni, á tímabilinu, auk þess að vera valinn í lið ársins í sömu deild. Þá var Elvar Már valinn í lið ársins í suðurhluta NABC-deildarinnar, en það lið er valið af þjálfurum úr öllum deildum háskólaboltans.

Elvar Már endaði í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn SSC deildarinnar, með 17,4 stig að meðaltali í leik. Elvar Már var með tæplega 90% nýtingu af vítalínunni og um 35% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

elvar mar strong man award