Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg

Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir var stiga­hæst allra kepp­enda í Ólymp­ísk­um lyft­ing­um kvenna á WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games, sem fór fram í Laug­ar­dals­höll­inni í dag. Ragnheiður Sara náði þeim frá­bæra ár­angri að lyfta fyrst ís­lenskra kvenna yfir 200 kg í sam­an­lögðum ár­angri.

Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir bætti Íslands­met Annie Mist­ar um 2kg, þegar hún lyfti 110kg í loka­tilraun­inni  og varð við það fyrsta ís­lenska kon­an til að lyfta yfir 200kg í sam­an­lögðum ár­angri, 201kg.

Ragn­heiður Sara, sem keppir undir merkjum UMFN, lyfti 91kg í snörun og 110kg í jafnhendingu – Sam­an­lagt: 201kg.