Ragnheiður Sara fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda í Ólympískum lyftingum kvenna á WOW Reykjavik International Games, sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Ragnheiður Sara náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir bætti Íslandsmet Annie Mistar um 2kg, þegar hún lyfti 110kg í lokatilrauninni og varð við það fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200kg í samanlögðum árangri, 201kg.
Ragnheiður Sara, sem keppir undir merkjum UMFN, lyfti 91kg í snörun og 110kg í jafnhendingu – Samanlagt: 201kg.