Nýjast á Local Suðurnes

Sundstaðir opnir – Tryggt að gestir geti haft 1 metra bil á milli sín

Sundstaðir verða opnir, þrátt fyrir samkomutakmarkanir, en tryggt verður að gestafjöldi sé aldrei meiri en 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi eða þess fjölda sem gert er ráð fyrir í fataskiptarými.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Tryggt er að gestir geti haft 1 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.