Nýjast á Local Suðurnes

Fjölnir lagði Keflavík í bikarnum

Neðsta lið Dominos-deildarinnar, Fjöln­ir tryggði sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um Geys­is­bik­ars karla í með óvænt­um 106-100 sigri á Kefla­vík sem vermir annað sæti deildarinnar.

Fjöln­is­menn voru yfir í hálfleik 50-43 og  náðu mest 15 stiga for­skoti en staðan fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann var 75-73, Fjölni í vil. Fjölnir hélt út þrátt fyrir áhlaup Keflvíkinga og tryggðu sér sæti í undanúrslitum.