Nýjast á Local Suðurnes

Hnuplaði þýfi félaga sinna

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaverslun í umdæminu.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum í versluninni leiddu til handtöku tveggja af mönnunum og voru þeir færðir til skýrslutöku á lögreglustöð. Hinn þriðji var svo grunaður um að hafa hnuplað úrinu úr húsnæði annars hinna tveggja fyrrnefndu. Við leit á honum fannst úrið innan klæða hans.

Lögregla gerði húsleit vegna málsins, að fenginni heimild, og þar fundust meint fíkniefni víðs vegar í viðkomandi húsnæði, auk hnúajárns og hnífs.