Nýjast á Local Suðurnes

Sandgerðisbær keppir í Útsvari á morgun – Hvetja bæjarbúa til að mæta

Föstudaginn 2. október kl 20:40 keppir Sandgerðisbær í þættinum Útsvar sem sýndur er í beinni útsendingu á Rúv. Keppinautar Sandgerðisbæjar eru frá Norðurþingi.

Keppendur fyrir hönd Sandgerðisbæjar verða Einar Valgeir Arason, Andri þór Ólafsson og Bylgja Baldursdóttir.

Við hvetjum alla Sandgerðinga sem vettlingi geta valdið til að mæta í Útvarpshúsið við Efstaleiti og hvetja okkar fólk til dáða í þættinum Útsvar, segir á heimasíðu sveitarfélagsins.