Nýjast á Local Suðurnes

Eldri borgarar í Vogum vilja mat eldaðan á staðnum

Undirskriftalisti undirritaður af 23 eldri borgurum búsettum í sveitarfélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd, þar sem þess er óskað að framvegis verði máltíðir í Álfagerði matreiddar á staðnum var lagður fram á fundi bæjarstjórnar Voga þann 26. ágúst síðastliðinn. Að auki er þeim tilmælum beint til bæjarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á að veita þessa þjónustu alla daga ársins.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar, þar kemur einnig fram að bæjarstjóra hefur verið falið að vinna að frekari skoðun málsins.