Átta teknir á of miklum hraða og fáeinir með fíkniefni
Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Þeir voru á ferð á Grindavíkurvegi, Garðvegi og Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km. hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.
Þá voru fáeinir ökumenn handteknir vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í hanskahólfi bifreiðar sem einn þeirra ók fundust fimm pokar með kannabisefnum.