Nýjast á Local Suðurnes

Hörkudagskrá fyrir alla aldurshópa í Suðurnesjabæ

17. júní hátíðarhöldin í Suðurnesjabæ fara fram við Sandgerðisskóla í ár. Undirbúningur og framkvæmd er í höndum foreldra og verðandi 10. bekkinga beggja grunnskólanna, Sangerðisskóla og Gerðaskóla.

Dagskrá hefst við Sandgerðisskóla kl.15.00.

Kynnir: Sigurður Smári Hansson.

Fjallkona:  Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir, nýstúdent.

Tónlistaratriði: Smári og Fríða Dís í Klassart.

Ræðumaður dagsins: Marta Eiríksdóttir

Danssýning frá stúlkum í verðandi 10. bekk í Gerðaskóla.

Skemmtikraftakallarnir sýna listir sínar.

Candyfloss, andlitsmálning, sjoppa á staðnum í umsjón verðandi 10. bekkinga í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla.

Hoppukastali og bílalest verða á staðnum fyrir yngstu kynslóðina.

Þorri og Þura ljúka deginum með dagskrá fyrir yngstu kynslóðina kl.17.00.

Þekkingarsetur Suðurnesjaverður opið frá kl.13.00 – 17.00 Íbúar og gestir eru hvattir til að koma þar við og kanna þann heim sem þar býr, þ.á.m. sýninguna Heimskautin heilla. Ókeypis aðgangur.

Gestir eru hvattir til að gæta að persónubundnum sóttvörnum og sýna tillitssemi.