Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík náði jafntefli gegn toppliðinu

Njarðvíkingar tóku á móti Leikni F. í annari deildinni í knattspyrnu á Njarðtaks-vellinum í hádeginu í dag. Leikurinn var frá upphafi til enda mikill baráttuleikur. Liðin skiptust á að sækja og gestirnir virtust vera sterkari til að byrja með og hörkuskot í slánna í upphafi leiks var í raun þeirra eina hættulega færi í fyrri hálfleik, fyrir utan vítaspyrnu sem Ómar Jóhannson markvörður Njarðvíkinga varði.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum en fyrra mark leiksins kom á 52. mínútu þegar dæmd var aukaspyrna inní vítateignum og Njarðvíkingar þurftu að stilla upp varnarvegg á marklínu, gestunum tókst að koma boltanum í netið eftir hana.

Njarðvíkingar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Tryggvi Guðmundsson skoraði örugglega úr.

Njarðvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar með 16 stig og eiga næst leik þann 22. ágúst gegn KF á Njarðtaks-vellinum.