Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík úr leik eftir skemmtilega rimmu – Friðrik Ingi hættur

Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í fimmta leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildarinnar í kvöld, 72-66. Leikurinn var æsispennandi, eins og aðrir leikir í rimmu þessara liða og réðust úrslitin á lokasekúndum leiksins.

Friðrik Ingi Ragnarsson hefur ákveðið að hætta að þjálfa en það tilkynnti hann eftir leikinn.

„Það er með ákveðnum trega að ég tilkynni að þetta er minn síðasti leikur. Ég er hættur að þjálfa. Ég var búinn að láta forráðmenn Keflavíkur vita. Ég mun koma áfram að körfuboltanum með einhverjum hætti en nú er komið að því – ég ætla að leggja flautuna á hilluna.“ Sagði Friðrik í samtali víð Vísi.is