Nýjast á Local Suðurnes

Brottförum erlendra ferðamanna fækkaði á milli ára

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 139 þúsund í nýliðnum janúar eða um 8.500 færri en í janúar árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 5,8%.

Bretar og Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í janúar eða 46,2% brottfara. Í báðum hópum var um fækkun að ræða á milli ára. Bretum fækkaði um 8,6% og Bandaríkjamönnum um 11,9%.

Talning Ferðamálastofu og Isavia er hugsuð sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum. Hægt er að skoða nánari tölur á vef Ferðamálastofu.